Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Zlatan og atvinnumennskan á bókasafninu
Miðvikudagur 14. nóvember 2012 kl. 12:12

Zlatan og atvinnumennskan á bókasafninu

Skemmtileg dagskrá á Bókasafni Reykjanesbæjar fyrir fótboltakrakka

Á morgun Fimmtudaginn 15. nóvember kl. 19.30 verður dagskrá á Bókasafni Reykjanesbæjar sem sérstaklega er sniðin að ungum knattspyrnuiðkendum. Dagskráin er liður í norrænu bókasafnavikunni, 12. - 18. nóvember.

Lesið verður úr ævisögu Zlatan Ibrahimovic og knattspyrnumennirnir úr Keflavík, þeir Jóhann B. Guðmundsson og Ómar Jóhannsson segja frá atvinnumennsku og kynnum sínum af Zlatan en Ómar lék um tíma með Zlatan hjá Malmö í Svíþjóð. Jóhann var atvinnumaður á Englandi, Noregi  og í Svíþjóð. Einnig verður vakin athygli á öðrum knattspyrnubókum. Léttar veitingar verða í boði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024