Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Zeglinski og Broussard til liðs við meistara Grindavíkur - fleiri breytingar í Röstinni
Mynd/ Zeglinski í leik með Virginia háskólanum
Miðvikudagur 1. ágúst 2012 kl. 13:06

Zeglinski og Broussard til liðs við meistara Grindavíkur - fleiri breytingar í Röstinni


Íslandsmeistarar Grindavíkur hafa samið við tvo erlenda leikmenn en þeir eru bakvörðurinn Sammy Zeglinski og framherjinn Aaron Broussard. Þá staðfesti Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur við vefsíðuna Karfan.is að krafthúsakappinn Ryan Pettinella muni ekki verða með liðinu í titilvörninni, tveir ungir menn hafi snúið aftur í Röstina og að Þorsteinn Finnbogason hafi ákveðið að leika með Haukum í 1. deild karla næsta tímabil.


,,Erlendu leikmennirnir koma í byrjun september en Sammy er leikstjórnandi frá University of Virginia og Broussard er framherji frá Seattle University. Þeirra bíður spennandi og verðugt verkefni að taka við af Bullock og Watson, tveimur frábærum leikmönnum. Pettinella kemur ekki aftur og það hefði verið gott að hafa Pál Axel áfram en hann ákvað að breyta til eftir mörg góð ár með sínum uppeldisklúbb,“ sagði Sverrir við Karfan.is en bætti við að tveir ungir Grindvíkingar væru nú á heimleið.

,,Þeir Jens Valgeirsson og Egill Birgisson voru með Njarðvík síðasta tímabil en eru komnir heim á ný og þá ætlar Þorsteinn Finnbogason að vera með Haukum í 1. deild.“


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024