Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Yfirburðir ÍRB á ÍM50
Þriðjudagur 15. apríl 2014 kl. 08:39

Yfirburðir ÍRB á ÍM50

Unnu þriðjung verðlauna á mótinu

Samtals unnu sundmenn ÍRB 35 verðlaun á ÍM50 mótinu sem fram fór um sl. helgi. Þar af voru 5 gull, 16 silfur og 14 brons eða 28% allra verðlauna sem voru veitt á mótinu. Sunneva Dögg var með besta árangur ÍRB kvenna á mótinu með 714 FINA stig í 800 m skriðsundi og Kristófer Sigurðsson var með besta árangur ÍRB karla með 713 FINA stig í 400 m skriðsundi.

Liðið eignaðist fjóra Íslandsmeistara á mótinu. Þröstur Bjarnason var Íslandsmeistari í bæði 800 og 1500 m skriðsundi, Kristófer Sigurðsson í 200 m skriðsundi, Sunneva Dögg Friðriksdóttir í 1500 m skriðsundi og Sylwia Sienkiewicz í 200 m flugsundi. Sundlið ÍRB var með stærsta liðið á móti ÍM50 eða alls 33 sundmenn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Sunneva Dögg Friðriksdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Karen Mist Arngeirsdóttir settu allar íslensk aldursflokkamet á mótinu. Sunneva sló met síðan 2005 í 1500 m skriðsundi í stúlknaflokki og bætti það um 9 sek. Eydís Ósk sló 1500 m skriðsundmetið í telpnaflokki og bætti það um 20 sek og náði einnig að vera 7 sek undir telpnametinu í 800 skrið en var þá önnur í bakkann í aldursflokknum þannig að aðeins munaði nokkrum sekúndubrotum. Karen Mist var með metaregn um helgina en hún byrjaði mótið á því að slá telpnamet síðan 2005 í 50 og 100 m bringusundi og svo bætti hún aftur metið í 50 m bringusundi tvisvar síðasta dag mótsins.

Þrjár boðsundsveitir náðu einnig íslandsmetum í telpnaflokki. Íris Ósk Hilmarsdóttir, Sunneva Dögg Friðríksdóttir, Sylwia Sienkiewicz og Eydís Ósk Kobliensdóttir slógu metið í 4x200 skriðsundi og  4x100 skriðsundi og Íris, Sunneva, Sylwia og Karen Mist Arngeirsdóttir náðu metinu í 4x100 fjórsundi. Metið í 4x200 skriðsundi átti ÍRB síðan 2013 en hin tvö átti SH síðan 2008.