Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Yfirburðasigur í Grindavík - stórleikur í Njarðvík í kvöld
Föstudagur 27. febrúar 2009 kl. 09:20

Yfirburðasigur í Grindavík - stórleikur í Njarðvík í kvöld



Breiðablik áttu enga möguleika gegn ofjörlum sínum í Grindavík þegar liðin mættust á heimavelli Grindavíkinga í gær í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Grindavík sigraði með 52 stiga mun, 112 – 60.

Strax í upphafi var ljóst í hvað stefndi þegar Grindvíkingar tóku forystuna og unnu fyrsta leikhluta 22-13. Eftir hann var þetta einstefna og í seinni hálfleik voru yfirburðir Grindvíkinga algjörir. Þeir unnu þriðja leikhluta 38-20 og þann fjórða 27-9.

Þorleifur Ólafsson skoraði 18 stig fyrir Grindvíkinga og Guðlaugur Eyjólfsson 17.

Grindvíkingar eru nú í efsta sæti deildarinnar með 34 stig. KR í öðru sæti, einnig með 34 stig og eiga einn leik til góða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar leika gegn KR í kvöld í Ljónagryfjunni og hefst leikurinn kl. 20. Verður gaman að sjá hvernig styrktu Njarðvíkurliði tekst upp gegn stórliði KR en Suðurnesjaliðið hefur verið á ágætis siglingu að  undanförnu eftir að hafa fengið tvo nýja leikmenn í hópinn.

mynd að ofan: Magnús Gunnarsson verður í eldlínunni í kvöld gegn KR.

Nick Bradford og félagar hans í UMFG rúlluðu yfir Blika í Röstinni í gær. Mynd/karfan.is/Þorsteinn G.Kristjánsson.