Yfirburðasigur Gunnars Ellerts
Gunnar Ellert Geirsson frá Háskólavöllum sýndi mikil tilþrif þegar hann sigraði alla andstæðinga sína með glæsibrag á fyrsta veggtennismóti sumarsins í íþróttahúsinu að Ásbrú.
Margir voru spenntir fyrir endurkomu hertogans af Keili, Birgis Más Bragasonar, en kappinn hefur verið að ná sér eftir meiðsli sem hann hlaut í síðasta móti. Hann brást ekki  sínum hörðustu áðdáendum og hirti annað sætið með glæisbrag. Sigurður Garðarsson, formaður GS, hlaut þriðja sætið. 
Mynd - Sigurvegarar í Nettó-skvassmótinu: Gunnar Ellert fyrir miðju, Sigurður til vinstri og Birgir Már til hægri.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				