Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Yfirburðalið Keflavíkur hafði dolluna af Fjölni
Svipmyndir úr leik Keflavíkur og Fjölnis í dag. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 21. september 2019 kl. 17:01

Yfirburðalið Keflavíkur hafði dolluna af Fjölni

Keflvíkingar spiluðu frábæran fótbolta í dag í lokaumferð Inkasso-deildar karla. Fjölnismenn voru mættir til Keflavíkur og það var aðeins formsatriði fyrir Fjölni að ljúka leik með jafntefli, þá hefði gullið verið þeirra í Inkasso-deildinni.

Keflavík var hins vegar að leika, það sem margir segja, sinn besta leik í sumar. Gríðarlega öflug Keflavíkurliðið gaf Fjölni engan séns í leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á sjálfri markamínútunni, þeirri 43., skoraði Þorri Mar Þórisson fyrir Keflavík. Það reyndist sigurmark leiksins.

Keflavík hefði átt að skora 4-5 mörk í leiknum en þetta eina dugði til að gera vonir gestanna um gull að engu. Það voru því súrir Fjölnismenn sem tóku á móti silfri í leikslok.

Keflavík endaði í 5. sæti deildarinnar með 34 stig. Liðin sem fóru upp, Grótta og Fjölnir voru með 43 og 42 stig.