Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Yacine Si Salem til Grindavíkur
Mánudagur 21. febrúar 2011 kl. 16:59

Yacine Si Salem til Grindavíkur

Franski leikmaðurinn Yacine Si Salem hefur skrifað undir tveggja ára samning við Grindavík. Salem, sem er fæddur í Alsír, er 23ja ára og spilar sem framliggjandi miðjumaður eða framherji. Frá þessu er greint á vef Ungmennafélags Grindavíkur.



Hann ólst upp hjá Le Havre í Frakklandi en var í tvö ár, 2008-2010, hjá Thrasyvoulos Filis í Grikklandi í 1. og 2. deild en fékk samningnum rift vegna fjárhagsörðugleika félagsins. Hann hefur æft og leikið að undanförnu í Frakklandi með neðri deildarliðinu Oissel.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Salem kom til Grindavíkur á eigin vegum og stóð sig það vel á reynslutímanum að honum var boðinn samningur hjá félaginu. Hann er sjötti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Grindavíkurliðið fyrir sumarið. Hinir eru Jamie McCunnie og Magnús Björgvinsson frá Haukum, Paul McShane frá Fram, Einar Helgi Helgason frá Njarðvík og tékkneski framherjinn Michal Pospisil. Farnir eru Grétar Hjartarson, Auðun Helgason, Rúnar Daníelsson, og Gilles Mbang Ondo.


Á myndinni er Salem ásamt Ólafi Erni Bjarnason, þjálfara Grindavíkur.