Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

WNBA leikmaður hugsanlega til Keflavíkur
Melissa Zorning væri áfram hjá Keflavík þrátt fyrir komu Wright.
Fimmtudagur 14. janúar 2016 kl. 14:13

WNBA leikmaður hugsanlega til Keflavíkur

Keflvíkingar gætu að öllum líkindum landað gríðarlega sterkum leikmanni á næstunni. Kvennalið Keflavíkur gæti fengið mikinn liðstyrk en Monica Wright sem leikur með Seattle Storm í WNBA deildinni. Margrét Sturlaugsdóttir fráfarandi þjálfari Keflvíkinga staðfesti í samtalið við Víkurfréttir að leikmaðurinn væri líklega á leið til Íslands en að því hefur verið unnið um hríð. Ekki er ljóst hvort að brotthvarf Margrétar komu til með að breyta því.

Keflvíkingar eiga sérstakt samband við Seattle Storm sökum þess að þjálfari liðsins Jenny Boucek lék áður með Keflvíkingum. Koma Wright mun ekki hafa áhrif á Melissa Zorning sem er fyrir hjá Keflvíkingum. Wright er að jafna sig af meiðslum en það mun vera ástæðan fyrir komu hennar hingað til lands.

Karfan.is fjallar ítarlega um glæsta ferilskrá þessa öfluga leikmanns en þar kemur m.a. fram að hún er fyrrum unnusta NBA stjörnunnar Kevin Durant.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024