Willum Þór þjálfar Keflavík
Willum Þór Þórsson hefur tekið við af Kristjáni Guðmundssyni sem þjálfari úrvalsdeildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu. Þetta var kunngjört á stjórnarfundi í gærkvöldi en Willum Þór skrifar undir tveggja ára samning.
Kristján hefur stýrt liðinu í fimm ár með ágætum árangri en liðið átti misjafnt gengi nú í sumar. Undir stjórn Kristjáns varð liðið bikarmeistari 2006 og í öðru sæti á Íslandsmótsins í fyrra
Willum Þór hefur á sínum þjálfaraferli náð góðum árangri með Þrótt, KR og Val þar sem hann hætti þjálfun í sumar. Hjá öllum liðunum skilaði hann titlum. Undir hans stjórn varð KR Íslansmeistari tvö ár í röð. Valur varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 20 ár undir stjórn Willum Þórs.
--
Ljósmynd/fotbolti.net - Willum Þór Þórsson er nýr þjálfari Keflvíkinga.