Webb kemur ekki í Ljónagryfjuna
Ekkert verður af því að bandaríski leikmaðurinn Joe Webb gangi til liðs við Njarðvíkinga í
,,Við erum að vinna í leikmannamálum okkar þessa dagana og vonandi gengur það hratt fyrir sig. Við höfum ekki útilokað það að fá okkur Evrópuleikmann en eins og stendur erum við að leita að einum leikmanni til þess að styrkja liðið. Við höfum trú á okkar hóp en höldum hugmyndum um að bæta við okkur Evrópuleikmanni opnum,” sagði Teitur.
Miðherjinn Egill Jónasson hefur enn ekki samið að nýju við Njarðvíkinga en hann hefur verið að æfa með liðinu að undanförnu og kvaðst Teitur ánægður með hans framlag á síðustu æfingum. ,,Egill heldur enn möguleikum sínum opnum á því að komast erlendis í atvinnumennsku og þá munum við ekki standa í vegi hans. Auðvitað vona ég að hann verði með okkur í vetur enda er Egill fæddur og uppalinn Njarðvíkingur,” sagði Teitur.