Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Watson valin best í kvennaflokki
Þriðjudagur 11. desember 2007 kl. 13:39

Watson valin best í kvennaflokki

Úrvalslið Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik var valið í dag þar sem þrír leikmenn frá Keflavík voru valdir í liðið. Þá var Jón Halldór Eðvaldsson valinn besti þjálfari umferðanna og TaKesha Watson valin besti leikmaður umferðanna en verðlaun voru veitt fyrir fyrstu níu umferðirnar á Íslandsmótinu.

 

Úrvalsliðið var skipað eftirfarandi leikmönnum:

 

TaKesha Watson, Keflavík

Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík

Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík

Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukar

Monique Martin, KR

 

Jón Halldór var eins og áður segir útnefndur besti þjálfarinn og TaKesha besti leikmaðurinn en TaKesha hefur leikið gríðarlega vel í liði Keflavíkur í vetur og er með 30,2 stig að meðaltali í leik þessar fyrstu níu umferðir. Þá er hún einnig með 7,7 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

 

VF-Mynd/ [email protected]Verðlaunahafarnir ásamt þeim Hannesi Sigurbirni Jónssyni formanni KKÍ og Matthíasi Imsland framkvæmdastjóra Iceland Express.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024