Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Watson leikur með Grindavík á næsta tímabili
Laugardagur 27. ágúst 2011 kl. 10:21

Watson leikur með Grindavík á næsta tímabili

Bandaríski bakvörðurinn Giordan Watson mun leika með Grindavík í Iceland Express deild karla á næstu leiktíð. Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur staðfesti þetta í samtali við Karfan.is en Watson og Grindavík hafa náð samkomulagi sín á milli og aðeins pappírsvinnan eftir.
Watson lék 6 leiki með Njarðvíkingum á síðasta tímabili og vakti verðskuldaða athygli en hann var með 22,7 stig og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.

,,Meginástæðan fyrir því að fá Watson til liðs við okkur er sú að hann hefur spilað hér áður þó það hafi nú ekki verið lengi. Friðrik Ragnarsson lét mjög vel af honum sem og Jóhann Árni Ólafsson,“ sagði Helgi en Jóhann gekk til liðs við Grindavík fyrr í sumar.

,,Watson var á lausu svo við höfðum samband við hann og ég er virkilega sáttur við að hafa landað honum,“ sagði Helgi en Grindvíkingar eru orðnir ansi myndarlega mannaðir fyrir komandi leiktíð.

Fréttin á karfan.is

VF-Mynd: Watson lék vel með Njarðvíkingum í vor og verður Grindvíkingum vafalaust mikill liðsstyrkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024