Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Wallen og Halldór framlengja við Keflavík
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 19. maí 2023 kl. 10:36

Wallen og Halldór framlengja við Keflavík

Daniela Wallen hefur framlengt samning sinn við Keflavík og mun leika með þeim tímabilið 2023/2024. Daniela hefur verið einn af lykilmönnum liðsins undanfarin ár og var með rúmlega tuttugu stig að meðaltali í vetur.

Halldór Garðar Hermannsson var í stóru hlutverki í liði Keflavíkur í vetur þegar hann leysti stöðu leikstjórnanda í fjarveru Harðar Axels Vilhjálmssonar og það má reikna með að hann muni því vera í ábyrgðarmikilli stöðu á næstu leiktíð. Halldór framlengdi sínum samningi til tveggja ára.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024