Von á metaregni á innanhúsmeistaramótinu
Innanhúsmeistaramót Íslands í sundi verður haldið næstu helgi, 17.-19. mars, í sundlaug varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þar munu allir fremstu sundmenn landsins etja kappi saman. Búast má við miklu metaregni á mótinu. Þeir sundmenn sem náð hafa lágmörkum inn á mótið hafa æft mikið undanfarið og flestir eru nú að hvíla fram að helginni en þá verður tekið á því. Um 120 keppendur verða með að þessu sinni og búast má við að starfsmenn og áhorfendur verði 200-300m, þannig að mótið verður nokkuð stórt. Sjónvarpað verður beint frá úrslitum á sunnudag kl. 14:30-16 á RÚV.Sundíþróttina vantar tilfinnanlega góða yfirbyggða 25-50m sundlaug með góðri aðstöðu fyrir áhorfendur og keppendur, þannig að ekki þurfi að leita á náðir annars ríkis um mótshald sem þetta. Vonandi rætist úr þessu sem fyrst.Allir eru velkomnir að kíkja á mótið þó að það sé haldið á varnarsvæðinu.