Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Völlurinn tekur góðan kipp í byrjun maí
Miðvikudagur 27. apríl 2011 kl. 14:50

Völlurinn tekur góðan kipp í byrjun maí

Grindvíkingar standa nú í ströngu að gera knattspyrnuvöllin kláran fyrir sumarið. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er völlurinn þakinn í sandi og voru vallarstarfsmenn að bera áburð á völlinn þegar ljósmyndari Víkurfrétta kíkti í heimsókn. Bergsteinn Ólafsson, vallarstjóri knattspyrnuvallar Grindavíkur, sagði völlinn alltaf vera seinan til.

„Við erum yfirleitt á eftir hinum völlunum á vorin en tökum svo góðan kipp í byrjun maí. Núna stendur fyrir mikill undirbúningur fyrir fyrsta leik hér heima. Búið er að gata völlinn og sanda. Þetta kemur allt á endanum,“ sagði Bergsteinn.

Fyrsti leikur Grindvíkinga á heimavelli verður gegn Valsmönnum sunnudaginn 8. maí. „Völlurinn verður kanski ekki í toppstandi en hann verður nógu góður til að ná í Grindvískan sigur,“ sagði Bergsteinn glaður í bragði.

Mynd: Siggi Jóns

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024