Visa-bikarinn: Víðir og KR mætast í kvöld
Víðir tekur á móti KR í kvöld í 16 liða úrslitum Visa bikars karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Garðsvelli
Sextán liða úrslitunum lýkur í kvöld með þremur leikjum. Fimm félög eru þegar komin áfram í 8 liða úrslit en það eru: FH, Keflavík, Breiðablik, Fram og Fylkir. Dregið verður í 8 liða úrslitin á miðvikudag.