Visa-bikarinn: Keflavíkurstúlkur fá heimaleik
Keflvíkurstúlkur fengu heimaleik gegn Fjölni þegar dregið var í undanúrslitum Visa-bikarsins í knattspyrnu í dag. Jafnframt var dregið í 8-liða úrslitum í karlaflokki en þar mæta Keflvíkingar Breiðabliki á Kópavogsvelli.
Karlaleikurinn hefur verið settur á 12. ágúst, með fyrirvara um Evrópuleiki þó, en kvennaleikurinn verður 21. ágúst.
Karlaleikurinn hefur verið settur á 12. ágúst, með fyrirvara um Evrópuleiki þó, en kvennaleikurinn verður 21. ágúst.