Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

VISA-Bikarinn: Keflavík mætir Blikum í undanúrslitum
Miðvikudagur 5. ágúst 2009 kl. 14:06

VISA-Bikarinn: Keflavík mætir Blikum í undanúrslitum

Keflvíkingar mæta Breiðabliki í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu, en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ fyrir stundu. Í hinum leiknum eigast við Fram og KR, en allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.


Keflvíkingar státa af góðum árangri í bikarkeppninni undanfarin ár þar sem þeir sigruðu árin 1997, 2004 og 2006. Þeir lögðu Íslandsmeistara FH í 8-liða úrslitum og eiga fulla möguleika á að fara alla leið, en Blikar eru með gott lið og stefnir því í spennandi og skemmtilegan leik, alla vegana ef litið er til leiks liðanna í Pepsi-deildinni fyrr í sumar, en honum lauk með 4-4 jafntefli á Kópavogsvelli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Leikur Keflavíkur og Breiðabliks fer fram sunnudaginn 13. september, en leikur KR og Fram er daginn áður. Úrslitaleikurinn sjálfur fer svo fram laugardaginn 3. október, auðvitað á Laugardalsvelli.


VF-mynd/elg – Símun Samuelsen var sjóðheitur í leiknum gegn FH.