Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

VISA-bikar: Keflavíkurstúlkur í undanúrslit
Föstudagur 13. júlí 2007 kl. 10:47

VISA-bikar: Keflavíkurstúlkur í undanúrslit

Keflavíkurstúlkur komust áfram í undanúrslit í Visa-bikarnum í knattspyrnu eftir sigur á Aftureldinu í Mosfellsbæ í gær, 1-2.

Keflvíkingar byrjuðu vel þar sem Vesna Smiljkovic kom þeim yfir á 12. mínútu með góðu skoti eftir undirbúning Bjargar Ástu Þórðardóttur og  Unu Harkin á hægri kanti.

Afturelding jafnaði svo metin á 18. mínútu en þar var að verki Kristy Marr sem skoraði beint úr aukaspyrnu.

Það var svo Danka Podovac sem skoraði sigurmarkið á 32. mínútu og aftur var það Björg Ásta sem var arkitektinn því hún óð upp kantinn og sendi fyrirgjöf beint á kollinn á Dönku.

Seinni hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu, en fleiri urðu mörkin ekki og góður sigur í húsi.

Dregið verður í undanúrslitum í dag þar sem í pottinum verða, auk Keflvíkinga, verða Breiðablik, KR og Fjölnir.

VF-Mynd úr safni/Þorgils - Vesna skoraði fyrsta mark Keflvíkinga í gær
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024