Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Visa-bikar karla: Keflavík mætir FH, Grindavík fær KA
Mánudagur 7. júní 2010 kl. 13:58

Visa-bikar karla: Keflavík mætir FH, Grindavík fær KA


Keflavík tekur á móti Íslandsmeisturum FH í sextán liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu. Grindavík fær að kljást við KA en dregið var í úrslitin núna í hádeginu. Leikirnir í 16 liða úrslitunum fara fram 23. og 24. júní.
Grindavík er eina Suðurnesjaliðið sem leikur í 16 liða úrslitum bikarkeppni kvenna en það mætir sameiginlegu liði Tindastóls og Neista þann 26. júní.

Leikirnir í 16 liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu eru sem hér segir:

Víkingur Ólafsvík - Fjarðarbyggð

BÍ/Bolungarvík - Stjarnan

Fylkir - Fram

Fjölnir - KR

ÍA - Þróttur Reykjavík

Víkingur Reykjavík - Valur

Grindavík - KA

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

---

VFmynd/elg - Eins og þessi mynd sýnir var baráttan  geysihörð síðast þegar Keflavík og FH mættust í bikarkeppninni. Hér liggja fimm leikmenn á vellinum eftir baráttuna um boltann.