Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

VÍS gefur 3N hlaupavesti
Þriðjudagur 15. mars 2011 kl. 09:26

VÍS gefur 3N hlaupavesti

Haraldur Hreggviðsson og Magnús GeirVátryggingafélag Íslands gaf þríþrautardeild UMFN fimmtíu endurskinsvesti. Þessu greinir umfn.is frá í gær. Það var Magnús Geir Jónsson, þjónustustjóri VÍS í Reykjanesbæ, sem færði Haraldi Hreggviðssyni stjórnarmanni í 3N vestin fyrr í dag. Vestin munu koma iðkendum 3N að góðum notum á hlaupaæfingum og verður öllum iðkendum deildarinnar færð vesti við skráningu í deildina.

Í kvöld, þriðjudaginn 15. mars, kl. 20 býður þríþrautardeildin til fræðslu- og kynningarfundar í Íþróttaakademíunni. Allir velkomnir og áhugasamir hvattir sérstaklega til að mæta og kynna sér íþróttina og nýstofnaða þríþrautardeild UMFN.

Mynd frá umfn.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024