Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Viljum fá sem flesta til að taka þátt
Fulltrúar sveitarfélaganna hittust til að ræða málin fyrir Heilsu og forvarnarvikuna í Sandgerði á dögunum.
Laugardagur 23. september 2017 kl. 06:00

Viljum fá sem flesta til að taka þátt

- Heilsu- og forvarnarvika framundan á öllum Suðurnesjunum

Heilsu og forvarnarvikan fer fram á öllum Suðurnesjunum vikuna 2.- 8. október. Öll bæjarfélögin á Suðurnesjunum taka þátt í vikunni en Reykjanesbær hefur staðið fyrir henni undanfarin tíu ár. Markmiðið með heilsu og forvarnarvikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum, því er leitað til bæjarbúa, stofnanna og fyrirtækja og allir hvattir til þess að taka þátt. 

Allir taki höndum saman
Guðbrandur Stefánsson íþrótta og æskulýðsfulltrúi í Garði segir að vikan snúist um það að fyrirtæki og stofananir taki höndum saman og efli starfsfólk sitt til þess að hreyfa sig ásamt fjölskyldum sínum „Við vonumst einnig til þess að fyrirtæki og stofnanir kynni starf sitt og bjóði upp á afslætti, skólar setji upp viðburði ásamt íþróttafélögunum. Reykjanesbær er til dæmis heilsueflandi samfélag og það væri frábært ef öll bæjarfélögin á Suðurnesjunum myndu verða það líka.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vildu fá alla með
„Þetta er í tíunda skipti sem Reykjanesbær heldur þessa viku og við vildum fá öll sveitarfélög á Suðurnesjum til þess að taka þátt í þessu með okkur“, segir Hafþór Birgisson íþrótta og tómstundafulltrúi í Reykjanesbæ. „Það er svo mikilvægt að fá sem flesta til að taka þátt, tosa alla inn í þetta og allir ættu að sjá tækifæri til þess að gera eitthvað. Að sjálfsögðu ætti eitthvað að vera um að vera allt árið en það er ágætt að hefja veturinn með krafti og setja svona viku af stað.“
Heilsa og forvarnir eru mjög vítt hugtak og flestir ef ekki allir eru farnir að átta sig á því hvað heilsan skiptir miklu máli. „Við erum svo heppin að vera eitt stórt svæði hér á Suðurnesjunum og ættum í raun og veru að vinna meira saman, það er frábært að allir séu að taka þátt í ár og heilsa og forvarnir koma öllum við, óháð aldri eða öðru“, segir Hafþór.
Reykjanesbær er heilsueflandi samfélag og hefur það verkefni gengið vel. „Við viljum fá fleiri sveitarfélög inn í þetta, hér í Reykjanesbæ eru leikskólarnir til dæmis heilsueflandi og fóru nýlega að vinna með verkefnið hugarfrelsi.“

Forvarnarvinnan skilar árangri
Hafþór segir að það sé alltaf verið að vinna góða forvarnarvinnu en hún sé ekki alltaf sýnileg, það sé mikilvægt að leyfa öllum að fylgjast með því góða forvarnarstarfi sem fer fram því sú vinna skili sér alltaf. Nú er til dæmis stórt verkefni framundan ekki bara hér á Íslandi heldur í öllum heiminum, það er að sinna forvarnarstarfi eldri borgara. „Við erum að eldast eins og allur heimurinn og því er mikilvægt að hlúa að heilsu og forvörnum eldri borgara.“
„Árangurinn sem hefur náðst í forvarnarmálum á Suðurnesjum er mjög góður, það er ekki hægt að líkja niðurstöðum kannana saman núna og fyrir nokkrum árum síðan, drykkja hefur minnkað ásamt reykingum. Það er þó stórt verkefni framundan því „veipið“ er orðið ansi vinsælt og við höfum miklar áhyggjur af því hvernig sú þróun er. Munntóbaksnotkun hefur minnkað hjá ungu fólki sem er jákvætt og sýnir okkur hvað forvarnarstarf hefur góð áhrif.“

Samstarf er mikilvægt
Björg Erlingsdóttir sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkur segist vera mjög ánægð með samstarf bæjarfélaganna í heilsu og forvarnarvikunni. „ Allt sem við getum gert saman gerir hlutinn stærri og veigameiri. Grindavík er sterkur íþróttabær og þetta verður mjög flott þegar allt kemur til alls. Það er mikilvægt að fjölskyldur geri eitthvað saman og verður það leiðarljósið okkar, viljum að fólk njóti þess að gera eitthvað saman. Handbókin okkar kemur út bráðlega og í henni verður margt fróðlegt að sjá.
Okkur lýst líka mjög vel á hugmyndina um heilsueflandi samfélag eins og Reykjanesbær er að gera, reynum að gera þessa viku í þeim anda. Svona dagar og vikur geta orðið spennandi þegar við tökum okkur öll saman.“