VILJA ENDURBYGGJA CROSSBRAUT
Unnendur vélfáka á Suðurnesjum hafa mikinn áhuga á að fá leyfi til að endurbyggja mótorcrossbraut í gömlum efnisnámum við gömlu fjarskiptastöðina ,sem oft er nefnd Broadstreet, milli Reykjanesbrautar og Seltjarnar.Tólf strákar í Reykjanesbæ mæta reglulega á svæðið til æfinga á crosshjólum sínum. Þeir sögðust í samtali við blaðið ekki hafa hugmynd um hvort þeir mættu vera þarna við æfinar. Þarna hafi á árum áður verið keppnissvæði í motorcrossi. Nú sé hins vegar áhugi hjá þessum tólf strákum að fá að endurgera brautirnar, enda sé svæðið kjörið til æfinga og vera þeirra þarna ónáði enga og landsspjöll geta ekki talist mikil þar sem svæðið sé í raun allt sundurgrafið og óræktað.