Jón og Guðfinnur unnu Vilhjálmsbikarinn í golfi

Jón Þorkell Jónasson og Guðfinnur S. Jóhannsson úr Golfklúbbi Suðurnesja sigruðu í Vilhjálmsbikarnum sem haldinn var í ellefta skipti á Hólmsvelli í Leiru í gær og urðu þar með Íslandsmeistarar í greensome en fyrirkomulagið er þannig að báðir leikmenn slá upphafshögg en síðan slá leikmenn til skiptis. Veður var mjög gott og verðlaun að vanda glæsileg.

Fjölskylda Vilhjálms Vilhjálmssonar hefur staðið fyrir minningarmótinu um Vilhjálm sem dó ungur að aldri árið 2000. Fimmtíu og tvö lið mættu til keppni og léku golf við frábærar aðstæður í Leirunni sem skartar sínu fegursta. Vert er að minnast á það að næstu helgi fer fram Íslandsmótið í sveitakeppni á Hólmsvelli í Leiru

1.sæti Jón Þorkell Jónasson og Guðfinnur S Jóhannsson GS          45 punktar

2. sæti Guðni Hafsteinsson GR og Þorsteinn Magnússon GKG      41 punktar

3. sæti Pétur Már Pétursson GS og Sigurður Garðarsson GS           41 punktar

4. sæti Garðar K Vilhjálmsson GS og Svanur Vilhjálmsson GS      40 punktar

5. sæti Örvar Þór Sigurðsson GS og Rúnar M Sigurvinsson GS      39 punktar

 

Nándarverðlaun voru veitt fyrir allar par 3 holurnar:

3. braut             Herborg Arnarsdóttir      2.99 m

8. braut            Gissur Hans Þórðarsson  1.60 m

13. braut          Helgi Runólfsson             4.70 m

16. braut         Þröstur Ástþórsson            2.41 m

Verðlaunahafar í Vilhjálmsbikarnum 2012.

Systkini Vilhjálms, Vala Rún, Svanur, Garðar og Margeir með móðurinni, Sigrúnu Ólafsdóttur eftir vel heppnað Vilhjálmsmót 2012.