Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vilborg og Maciej best hjá Njarðvík
Þriðjudagur 25. desember 2018 kl. 11:00

Vilborg og Maciej best hjá Njarðvík

Vilborg Jónsdóttir og Maciej Baginski eru körfuboltafólk Njarðvíkur árið 2018. Þau hafa bæði verið burðarásar í meistaraflokkum félagsins á yfirstandandi leiktíð og öflugar fyrirmyndir komandi kynslóð í Njarvík, segir á heimasíðu UMFN.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Vilborg Jónsdóttir skipað sér í sess á meðal sterkustu leikmanna í 1. deild kvenna og verið burðarás í ungu Njarðvíkurliði þetta tímabilið. Vilborg er með 15,1 stig, 6,9 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á yfirstandandi leiktíð og Njarðvíkurliðið í 2. sæti 1. deildar í jólafríinu. Þá hefur Vilborg verið í yngri landsliðum Íslands og lék með U15 ára landsliði Íslands á árinu. Vilborg hefur verið valin í U16 ára landsliðshópinn sem tekur þátt í NM og EM sumarið 2019.

Maciej Baginski var á síðustu leiktíð sem og yfirstandandi tímabili einn af burðarásum Njarðvíkurliðsins. Að svo stöddu er hann með 13,5 stig, 3,2 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðtaltli í leik. Maciej var valinn í A-landslið Íslands sem tók þátt á Smáþjóðaleikunum 2018 en hann á alls 5 A-landsleiki að baki sem og fjöldan allan af landsleikjum með yngri landsliðum Íslands.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024