Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Viktor skoraði sigurmark 3. flokks Grindvíkinga gegn Gróttu - myndir
Viktor Guðberg skoraði sigurmark Grindvíkinga. VF-myndir/EinarGuðberg.
Fimmtudagur 9. júlí 2015 kl. 12:02

Viktor skoraði sigurmark 3. flokks Grindvíkinga gegn Gróttu - myndir

Grindvíkingar unnu sætan sigur Gróttu í leik liðanna í 3. flokki Íslandsmótsins í knattspyrnu en leikið var á heimavelli Gróttu í Grindavík í gærkvöldi. Grindvíkingar standa sig vel í þessum flokki og eru í efsta sæti riðilsins með 9 stig.

Ingi Steinn Ingvarsson kom Grindvíkingum á bragðið með marki í seinni hálfleik úr þvögu en Grótta jafnaði fimm mínútum fyrir leikslok. Þeir gulu og bláu voru hins vegar ekki á því að hætta og skoruðu sigurmarkið í blálokin. Þar var á ferðinni Viktor Guðberg Hauksson en hann skoraði með fallegu vinstri fótar skoti á síðustu mínútu leiksins. Góður sigur hjá UMFG.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viktor smellir honum hér í mark Gróttu, fallegt mark.