Vikar Íslandsmeistari í fyrsta sinn
Lokakeppni Íslandsmeistaramótsins í hnefaleikum fór fram í Reykjanesbæ í kvöld þar sem heimamaðurinn Vikar Karl Sigurjónsson varð Íslandsmeistari í léttþungavigt eftir 3-0 sigur á Sigurði Eggertssyni frá HFH. Alls fóru átta úrslitabardagar fram í hnefaleikahöll HFR í kvöld og einn bardagi um bronsverðlaun 75 kg. flokki í junior hóp.
Gunnar Þór Þórsson frá HR var valinn hnefaleikamaður kvöldsins en hann hafði betur gegn Frímanni G. Frímannssyni frá Æsi í einni lotu en Æsismenn stöðvuðu bardagann eftir fyrstu lotu. Gunnar Þór er 18 ára gamall og var að landa sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli og það á sannfærandi hátt.
Vikar Karl er 35 ára gamall en hámarksaldur inn á Íslandsmótið er 34 ár en Vikar fékk undanþágu og nýtti hana til hins ítrasta og landaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli en þetta er annað sinn sem hann tekur þátt á Íslandsmótinu í hnefaleikum.
Íslandsmeistarar kvöldsins:
Junior flokkur
Fjaðurvigt 57 kg
Erling Óskar Kristjánsson HFH
Léttveltivig 64 kg
Gunnar Þór Gunnarsson HR – hnefaleikamaður kvöldsins
Millivigt 75 kg
Stefán Guðni Stefánsson HR
Þungavigt 91 kg
Gunnar Aðalsteinsson HFH
Bronsbardagi í millivigt
Davíð Finnbogason HR
Senior flokkur
Léttveltivigt 64 kg
Gunnar Óli Guðjónsson HR
Millivigt 75 kg
Jafet Örn Þorsteinsson Æsir
Léttþungavigt 81 kg
Vikar Karl Sigurjónsson HFR
Þungavigt 91 kg
Lárus Mikael Daníelsson HR
VF-Myndir/ [email protected] – Vikar fór á kostum í hringnum í hnefaleikahöll HFR í Reykjanesbæ í kvöld.