Víðismenn úr bikarnum eftir framlengingu
Lokatölur 4-3 í mögnuðum leik
Það var sannarlega dramatík í loftinu þegar Víðismenn heimsóttu Selfyssinga í bikarkeppni karla í fótbolta í gær. Í upphafi síðari hálfleiks komust heimamenn komust í 2-0 og virtust með leikinn í höndum sér. Víðismenn voru þó ekki af baki dottnir.
Aleksandar Stojkovic minnkaði muninn á 60. mínútu og Björn Bergmann Vilhjálmsson jafnaði metin fyrir Garðbúa þegar 12 mínútur voru til leiksloka. Ballið var þó alls ekki búið. Mínútu síðar komust heimamenn aftur yfir og virtust ætla að fara með sigur af hólmi. Aleksandar Stojkovic kom hins vegar Víðismönnum til bjargar með sínu öðru marki þremur mínútum fyrir leikslok. Því þurfti að framlengja.
Eftir heilar 104 mínútur af fótbolta kom loks sigurmarkið. Þar voru Selfyssingar á ferðinni. Frábær barátta Víðismanna dugði ekki til gegn sterkum Selfyssingum að þessu sinni.