Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðismenn unnu í rokinu
Víðismenn unnu góðan sigur. VF-myndir/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 28. maí 2021 kl. 15:46

Víðismenn unnu í rokinu

Víðismenn fögnuðu sigri þegar þeir lögðu KFG í 3. seild Íslandsmótsins í knattspyrnu á Nesfisksvellinum í Garði í gærkvöldi. Eina mark leiksins skoraði Sigurður Karl Gunnarsson á 54. mínútu.

Aðstæður voru erfiðar í Garðinum, hávaðarok úr suðaustri og fátt um fína drætti. Garðmenn gerðu þó það sem þurfti og þeir innbyrtu góðan sigur. Upp úr sauð í blálokin þegar markaskorarinn Sigurður Karl og Birgir Ólafur Helgason úr liði andstæðinganna voru reknir af velli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víðir er í 4. sæti deildarinnar með 7 stig.

Hér má sá Víðismenn fagna í leikslok: https://fb.watch/5MOlrwQJq6/

Myndasafn fylgir fréttinni.

Víðir-KVG 3. deild knattspyrna