Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 12. júlí 2002 kl. 09:24

Víðismenn sigruðu í nágrannaeinvíginu

Víðir sigraði Njarðvík, 1-2, í 2. deild karla í knattspyrnu í gær en leikurinn fór fram í Njarðvík. Sverrir Þór Sverrisson skoraði mark heimamanna en það var Kári Jónsson sem skoraði bæði mörk gestanna. Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur í fyrri hálfleik en síðari hálfleikurinn var frekar dapur.Njarðvíkingar tóku yfirhöndina á 21. mín þegar að Sverrir Þór Sverrisson skoraði gott skallamark eftir aukaspyrnu Sævars Gunnarssonar utan af kanti. Stuttu seinna átti Eyþór Guðnason skalla en boltinn small í þverslánna og yfir. Jöfnunarmark Víðismanna kom á 26. mín þegar að Kári Jónsson sóknarmaður Víðis fékk háa sendingu og tók boltann viðstöðulaust á lofti og skoppaði boltinn í fjærhornið. Annað markið kom eftir annað langskot Víðismanna á 31 mín eftir vandræðagang í vörninni, einhver misskilningur var hjá Sigurði markmanni og Bjarts sem var í baráttu við sóknarmann Víðis og skallaði Bjartur boltann til baka en Sigurður ætlaði að hreinsa en hitti ekki boltann og boltinn skoppaði í markið. Víðsmenn fengu svo rausnarlega gjöf frá annars ágætum dómara leiksins þegar að hann dæmdi vítaspyrnu eftir að Bjartur hafði hreinsað á línu en dómarinn taldi að Bjartur hefði notað hendina en það kom þó ekki að sök því Sigurður varði spyrnuna og stóðu leikar 1 - 2 í hálfleik.
Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik, það vantaði allan brodd í sóknaraðgerðum en þó áttu Sverrir Þór og Óskar góðar rispur en annars fengu framherjarnir úr litlu sem engu að moða. Þó mega Víðismenn þakka sínum sæla að hafa sloppið með 3 stig því tvívegis vörðu þeir á línu og einu sinni hafnaði boltinn í slánna, allt í sömu sókninni. Eftir þunga sóknir Njarðvíkinga komust Víðismenn í skyndisókn og braut Sighvatur á sóknarmanni Víðismanna sem var að sleppa í gegn og fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt. Sverrir Þór Sverrisson var valinn maður leiksins.

Staða efstu liða í 2. deild eftir níu umferðir:
1 HK: 22stig
2 Njarðvík: 17stig
3 Selfoss: 16stig
4 Víðir: 15stig 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024