Víðismenn meistarar
Víðismenn unnu úrslitaleik bikarkeppni neðri deilda karla í knattspyrnu, Fótbolti.net-bikarinn, með sigri á KFG á Laugardalsvelli í kvöld.
Víðismenn lentu undir á 21. mínútu en Tómas Leó Ásgeirsson jafnaði skömmu fyrir hálfleik með marki úr vítaspyrnu (41').
Tveimur mínútum áður en blásið var til loka leiksins skoraði Elís Már Gunnarsson sigurmark Garðmanna eftir góðan undirbúning Helga Þórs Jónssonar.
Myndasafn, viðtöl og nánari umfjöllun um leikinn birtist á vef Víkurfrétta, vf.is, á morgun.