Víðismenn með tap á heimavelli
Arnór Björnsson skoraði bæði mörk Víðis í tapi á heimavelli fyrir Ægi í 3. deildinni á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Ægismenn komust í 0-2 með mörkum Þorkels Þráinssonar (28. mín.) og Cristofer Moises Rolin (33. mín.). Arnór minnkaði muninn á 37. mínútu en Þorkell Þráinsson kom Ægi í 1-3 skömmu fyrir hálfleik.
Arnór Björnsson skoraði svo annað mark sitt á 89. mínútu og þar við sat, tap Víðismanna staðreynd.
Víðir vermir 7. sæti 3. deildar með 22 stig eftir 16 umferðir. Garðmennirnir eru með sex sigra í sumar, fjögur jafntefli og sex töp.