RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Íþróttir

Víðismenn með tap á heimavelli
Föstudagur 20. ágúst 2021 kl. 12:20

Víðismenn með tap á heimavelli

Arnór Björnsson skoraði bæði mörk Víðis í tapi á heimavelli fyrir Ægi í 3. deildinni á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Ægismenn komust í 0-2 með mörkum Þorkels Þráinssonar (28. mín.) og Cristofer Moises Rolin (33. mín.). Arnór minnkaði muninn á 37. mínútu en Þorkell Þráinsson kom Ægi í 1-3 skömmu fyrir hálfleik.

Arnór Björnsson skoraði svo annað mark sitt á 89. mínútu og þar við sat, tap Víðismanna staðreynd.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Víðir vermir 7. sæti 3. deildar með 22 stig eftir 16 umferðir. Garðmennirnir eru með sex sigra í sumar, fjögur jafntefli og sex töp.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025