Víðismenn leika til úrslita á laugardag
Í 36. tbl Víkurfrétta sem kemur út í dag stendur á íþróttasíðum blaðsins að Víðismenn eigi að mæta Gróttu í úrslitaleik 3. deilar á sunnudag.
Bæði Grótta og Víðir eru örugg með sæti í 2. deild karla í knattspyrnu að ári og mun leikurinn á laugardag skera úr um hvort liðið fari með sigur af hólmi í deilarkeppninni.
Víðir-Grótta
Úrslitaleikurinn í 3. deild karla
Laugardaginn 8. september
Njarðvíkurvöllur kl. 12:00