Víðismenn komast upp næli þeir í stig gegn Þrótti
Grannaslagur í 3. deild í kvöld
Víðismenn eru í kjörstöðu þegar þrjár umferðir eru eftir af 3. deild karla í fótboltanum, þar sem þeir sitja í öðru sæti með níu stiga forskot á næsta lið. Þeir mæta grönnum sínum úr Vogunum í kvöld en með sigri eða jafntefli tryggja Garðbúar sér sæti í 2. deild að ári. Þróttarar eru í fínum málum og sitja í fimmta sæti og geta komist í það fjórða með sigri í kvöld. Leikurinn fer fram í Garðinum og hefst klukkan 18.