VÍÐISMENN KLAUFAR
Víðismenn guldu afhroð gegn KVA á útivelli og töpuðu 4:1 þrátt fyrir að hafa náð 0:1 forystu með marki Kára Jónassonar.Heimamenn jöfnuðu 1:1 en í byrjun síðari hálfleik fengu Víðismenn vítaspyrnu. Hlynur Jóhannsson misnotaði hins vegar spyrnuna og eftir það skoruðu heimamenn þrjú mörk og tryggðu sér sigur. Víðismenn eru í 5. sæti deildarinnar eftir þennan leik.