Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 21. ágúst 2001 kl. 09:39

Víðismenn í ham

Víðismenn heimsóttu Sindra á laugardag þegar liðinn mættust í 15. umferð 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leiknum lauk með 1-2 sigri Víðis sem er nú í 8. sæti deildarinnar.
Fyrri hálfleikur var rólegur og ekki fyrr en í seinni hálfleik sem líf tók að færast í leikinn. Víðismenn skoruðu fyrsta markið á 48. mínútu en þar var að verki Ásgrímur Stefán Waltersson. Heimamenn náðu síðan að jafna þegar Goran Nikolic skoraði á 60. mínútu. Á 84. mínútu tryggðu gestirnir sigurinn með marki Atla Vilbergs Vilhelmssonar en þeir voru þá einum færri. Júlíusi Frey Valgeirssyni úr Sindra var vikið af velli á 80. mínútu. Næsti leikur Víðis er í Garðinum nk. föstudag gegn Leikni úr Reykjavík en Leiknir er með einu stig meira en Víðir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024