Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðismenn gerðu jafntefli í Lengjubikarnum
Víðismenn eru nýkomnir úr æfingaferð á Spáni
Miðvikudagur 15. apríl 2015 kl. 15:00

Víðismenn gerðu jafntefli í Lengjubikarnum

Víðir í Garði gerði jafntefli við lið Aftureldingu í Lengjubikarnum á mánudagskvöldið, 3-3.

Afturelding var á toppi riðilsins fyrir leikinn í gær með fullt hús stig og þeir sýndu það strax í byrjun leiks að það er engin tilviljun. Afturelding komst í 2-0 á fyrstu 15 mínútum leiksins og útlitið ekki bjart fyrir Víðismenn. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var þó á 2ja mínútna kafla seint í fyrri hálfleik sem að Víði tókst að jafna leikinn með mörkum frá Árna Gunnari Þorsteinssyni og Sigurði Hallgrímssyni og fóru liðin til búningsherbergja í stöðunni 2-2.

Síðari hálfleikur var ekki nema 8 mínútna gamall þegar Afturelding hafði aftur tekið forystuna en Guilherme Ramos tryggði Víðismönnum svo annað stigið með marki út vítaspyrnu á 64. mínútu.

Víðismenn léku manni færri síðustu 25 mínútur leiksins þegar Helgi Þór Jónsson fékk að líta beint rautt spjald.

Víðismenn geta vel við unað með jafnteflið en Afturelding skellti Reyni Sandgerði 8-2 í síðustu umferð og eru öruggir áfram í útsláttarkeppni Lengjubikarsins. Víðismenn eru aftur á móti í 5. sæti riðilsins með 2 stig þegar einum leik er ólokið í Lengjubikarnum hjá þeim þetta árið en liði leikur gegn ÍR á Garðskagavelli n.k. laugardag.