Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðismenn falla niður í fjórða sæti
Atli Freyr Ottesen Pálsson fagnar marki gegn Kormáki/Hvöt fyrr á tímabilinu. VF-mynd: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 6. ágúst 2022 kl. 20:10

Víðismenn falla niður í fjórða sæti

Víðir lék gegn KFS á Týsvellinum í Eyjum í dag og voru það Eyjajmenn sem höfðu 2:1 sigur. Víðismönnum hefur fatast flugið í undanförnum leikjum og hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu fimm en fyrir fimm umferðum síðan voru þeir í efsta sæti 3. deildar karla í knattspyrnu. Nú eru þeir í fjórða sæti, fimm stigum á eftir efstu liðum.

KFS - Víðir 2:1

Strax á 6. mínútu náði KFS forystu og á 30. mínútu tvöfölduðu Eyjamenn forystuna. Staðan 2:0 í hálfleik.

Í seinni hálfleik var Atla Frey Ottesen Pálssyni skipt inn fyrir Andra Fannar Freysson og Atli Freyr hafði ekki verið nema fjórar mínútur inni á vellinum þegar hann minnkaði muninn í 2:1 (67'). Lengra komust Víðismenn ekki og tap því niðurstaðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024