Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðismenn fá liðsstyrk
Sasha Litwin hefur skrifað undir hjá Víði. Mynd af Facebook-síðu Víðis
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 29. júní 2021 kl. 19:33

Víðismenn fá liðsstyrk

Víðir hefur komist að samkomulagi við spænska miðju- og sóknarmanninn Sasha Uriel Litwin Romero um að klára tímabilið með þeim í ár.

Sasha spilaði nítján leiki i Lengjudeildinni og þrjá bikarleiki með Víkingi Ólafsvík árið 2018, þá lék hann nítján leiki i 2. deild og einn bikarleik með Völsungi árið 2020.
Hann kemur með reynslu inn í ungt lið Víðis sem hefur ekki gengið sem skyldi í 3. deildinni í ár.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Víðis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024