Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 15. júlí 2002 kl. 21:44

Víðismenn fá kaldar kveðjur frá Njarðvíkingum

Það voru frekar kaldar kveðjur sem Víðismenn fengu frá Njarðvíkingum í leikskrá þeirra síðarnefndu fyrir leik þessara félaga sl. fimmtudag í 2. deild karla í knattspyrnu. Þar voru ýmsar óskemmtilegar kenningar um Víðislið látnar í ljós og ekki var látið nægja ósmekklegur húmor í garð félagsins sjálfs heldur var einn leikmaður liðsins einnig uppnefndir hinum ýmsu niðrandi nöfnum sem ekki verða höfð eftir þeim er ritaði þennan „vesæla“ pistil.

Greinilegt er að mikil spenna ríkir milli þessara keppinauta og ekki hefur hún minnkað eftir skrifin á þessum pistli. Hefur þetta mál dregið talsverðan dilk á eftir sér og samkvæmt heimildum Víkurfrétta er málið komið til KSÍ þar sem það verður eflaust litið mjög alvarlegum augum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024