Víðismenn á toppnum í 2. deild karla eftir þrjár umferðir
Þróttarar hafa gert tvö jafntefli - Sandgerðingar um miðja deild
Víðir úr Garði trónir á toppi 2. deildar karla í fótbolta eftir 3:0 heimasigur á Tindastóli í 3. umferðinni á laugardaginn.
Ari Steinn Guðmundsson, Helgi Þór Jónsson og Mehdi Hadraoui skoruðu mörk Víðis í fyrri hálfleik. Víðir er nú með sjö stig, einu stigi meira en næstu fjögur lið eftir þrjár umferðir.
Þróttarar frá Vogum heimsóttu KFG úr Garðabæ sem vann sannfærandi 3:0-heimasigur á Þrótturum á föstudagskvöld. Þróttarar gerðu jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum.
Reynir Sandgerði fékk Hött/Huginn í heimsókn í 3. deildinni og jöfnuðu Reynismenn leikinn í blálokin 1-1 með marki frá Birki Frey Sigurðssyni. Reynir eru í sjötta sæti 3. deildar með fjögur stig eftir þrjár umferðir.
Næstu leikir:
Þróttarar frá Vogum heimsækja Vestra.
Víðir heimsækir Selfoss í toppslag 2. deildar.
Reynir mætir Kórdrengjum á útivelli.