Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðismenn á toppnum í 2. deild - myndir
Atli Freyr og félagar hans fagna hér þriðja marki Víðis og öðru marki Atla gegn Völsungi. VF-myndir/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 2. júní 2019 kl. 20:23

Víðismenn á toppnum í 2. deild - myndir

Víðismenn eru toppbaráttunni í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu en þeir unnu góðan sigur á Völsungi frá Húsavík á Nesfiskvellinum í Garði í dag. Lokatölur 3:1 fyrir heimamenn í skemmtilegum leik.

Víðir náði forystu á 20. mínútu þegar Helgi Þór Jónsson skoraði gott mark. Gestirnir jöfnuðu úr víti stuttu síðar en Atli Freyr Ottesen kom heimamönnum aftur yfir á 27. mín. Hann var svo aftur á ferðinni þegar hann skoraði skemmtilegt mark. Atli fékk boltann rétt utan vítateigs og vippaði yfir markvörð Völsungs, 3:1.
Með sigrinum eru Víðismenn í 1.-2. sæti með 10 stig eins og Selfoss en þrjú lið koma svo með 9 stig svo keppnin er ansi jöfn.

Hólmar Örn Rúnarsson, þjálfari Víðis var ánægður með leik sinna manna og sigurinn. „Þetta hefur gengið nokkuð vel það sem af er og vonandi náum við að halda okkar striki,“ sagði fyrrverandi fyrirliði Keflvíkinga sem nú stýrir Garðmönnum og segist ánægður með tækifærið sem hann fékk þar. VF ræddi við Hólmar Örn eftir leikinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þjálfarar Víðis, Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árni Antóníusson.

Víðir-Völsungur 2019