Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðismenn á toppnum
Víðismenn eru efstir í 3. deild karla ásamt KFG. Myndir úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 3. júlí 2022 kl. 13:04

Víðismenn á toppnum

Grindvíkingar gerðu jafntefli við Selfoss, topplið Lengjudeildar karla, í hörkuleik en Þróttarar fengu útreið á Akureyri og verma botninn með tvö stig. Víðismenn sitja á toppi 3. deildar eftir góðan sigur á ÍH á útivelli.
Dagur Ingi Hammer er kominn með fimm mörk í níu leikjum.

Grindavík - Selfoss 2:2

Grindvíkingar lentu tvívegis undir gegn Selfyssingum en komu til baka með mörkum frá Símoni Loga Thasaphong (52') og Degi Inga Hammer Gunnarssyni (73').

Grindavík er um miðja deild (6. sæti) eftir níu umferðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Þróttarar þurfa að finna leiðir til að bæta sinn leik en þeir eru enn án sigurs.

Þór Akureyri - Þróttur 5:0

Ekkert gengur hjá Þrótturum í Lengjudeild karla en þeir mættu Þórsurum, liðinu í næstneðsta sæti deildarinnar, sem hreinlega kjöldrógu Þrótt og unnu 5:0 sigur.

Þróttur hefur aðeins náð tveimur stigum í Lengjudeildinni í ár og er enn án sigurs. Þróttarar eiga enn einn leik til góða á næstu lið, gegn HK, og gætu lagað stöðu sína með sigri.

Mimi Eiden hefur skorað fjögur af sex mörkum Grindvíkinga í Lengjudeild kvenna í ár.

Grindavík - Fylkir 0:0

Grindavík og Fylkir gerðu markalaust jafntefli í síðustu umferð Lengjudeildar kvenna en liðin eru í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Fylkir á leik til góða gegn FH og gæti jafnað Grindavík að stigum með jafntefli.

Víðismenn hafa staðið sig vel í sumar og stefna á 2. deild.

ÍH - Víðir 0:2

Víðismenn unnu góðan útisigur á ÍH og sitja í efsta sæti 3. deildar karla, jafnir KFG að stigum en með betra markahlutfall.

Víðir hóf leikinn af krafti og skoraði tvö mörk í byrjun leiks. Mörkin gerðu þeir Cristovao A. F. Da S. Martins (4') og Stefán Birgir Jóhannesson (9', víti).