Víðismenn á góðri siglingu
Leikurinn var nokkuð gróflega leikinn og svo virtist sem KV reyndu eftir fremsta megni að berja á Víðismönnum í stað þess að sækja með markvisst með rokinu. Víðismenn gerðu fyrsta markið skömmu fyrir hálfleik og það síðara kom í seinni hálfleik og 2-0 lokatölur leiksins.
Víðir hefur fullt hús stiga eftir þrjá leiki og hefur liðið gert 13 mörk í leikjunum en aðeins fengið á sig eitt mark. Næsti leikur liðsins er gegn BÍ/Bolungarvík laugardaginn 16. júní.
VF-myndir/ [email protected] – Frá leik Víðis og KV. Á efri myndinni fagna Víðismenn fyrsta marki leiksins og á þeirri neðri er