Víðir vinnur annan leikinn í röð
Víðir vann lið KFS, 2-0, í gær og hefur því unnið báða leiki sína í 2. deildinni.
Víðismenn léku einum manni færri drjúgan hluta úr seinni hálfleik þar sem Hannesi Tryggvasyni var vikið af velli á 55. mínútu, en það kom ekki að sök þar sem Björn Bergmann Vilhjálmsson átti skínandi leik og skoraði bæði mörk leiksins í fyrri hálfleik.
Víðismenn léku einum manni færri drjúgan hluta úr seinni hálfleik þar sem Hannesi Tryggvasyni var vikið af velli á 55. mínútu, en það kom ekki að sök þar sem Björn Bergmann Vilhjálmsson átti skínandi leik og skoraði bæði mörk leiksins í fyrri hálfleik.