Víðir vann Reynir Sandgerði í Lengjubikarnum
Víðir Garði og Reynir Sandgerði mættust í B-deild Lengjubikarsins sl. laugardag.
Hart var barist inn á vellinum en Víðir náði að komast tvisvar sinnum yfir í fyrri hálfleik og Reynir náði að jafna metin tvisvar sinnum. Staðan í hálfleik var því 2-2, í seinni hálfleik var leikurinn markalaus þar til Andri Gíslason skoraði sigurmark Víðis á 86. mínútu.
Víðir fór því með sigur af hólmi í leiknum og lokatölur 3-2. Líkur eru á því að Víðir endi í öðru sæti riðilsins en Reynir hefur aðeins unnið einn leik af fimm í þessum riðli.
Markaskorarar leiksins:
1-0 Nathan Ward ('17)
1-1 Samúel Óskar Juliusson Ajayi ('22)
2-1 Fannar Orri Sævarsson ('24)
2-2 Magnús Þórir Matthíasson ('40)
3-2 Andri Gíslason ('86)