Víðir tekur á móti grænlenska landsliðinu
– í Futsal á morgun
Meistaraflokkur Víðis mun spila æfingaleik við landslið Grænlands í Futsal á morgun, þriðjudaginn 9. desember, kl. 18:30 í íþróttahúsinu í Garðinum.
Landslið Grænlands hefur verið á ferðalagi í desember en frá 2.-8. desember var liðið í æfingabúðum í Danmörku og frá 8.-11. desember spila þeir æfingaleiki á Íslandi, m.a. gegn Víðis-mönnum 9. desember.