Laugardagur 26. júní 2004 kl. 09:56
Víðir tapar á útivelli
Víðir tapaði fyrir Víkingi frá Ólafsvík í 2. deildinni í gær, 2-1.
Víkingur, sem lék á heimavelli, náði tveggja marka forskoti á upphafsmínútum leiksins, en Rafn Markús Vilbergsson minnkaði muninn fyrir Víði á 17. mínútu.
Víðir komst ekki lengra og er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar.