Sunnudagur 11. júní 2017 kl. 20:27
Víðir tapaði fyrir Hugin í Garðinum
Viðir mátti þola 1:0 tap fyrir Hugin frá Seyðisfirði í annari deildinni í gær. Markið kom í uppbótartíma og var það Gonzalo Zamorano Leon kom boltanum í netið fyrir Huginn. Víðir er í fimmta sæti með átta stig. Næsti leikur Víðis er á föstudaginn á Höfn í Hornafirði gegn Sindra.