Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðir sigrar í markasúpu
Fimmtudagur 15. júní 2006 kl. 01:40

Víðir sigrar í markasúpu

Víðir lagði Gróttu í ævintýralegum leik í 3. deild karla í knattspyrnu í kvöld, 3-5. Leikið var á Seltjarnarnesi en gestirnir úr Garðinum byrjuðu betur. Þeir komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik en Grótta jafnaði um hæl og var staðan í hálfleik 2-2.

Heimamenn komust yfir eftir rúmlega klukkutíma leik en Víðismenn svöruðu fyrir sig með þremur mörkum á lokasprettinum, þar af átti Scott Ramsey síðasta orðið fyrir Víði, en hann gekk aftur í raðir þeirra fyrr í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024